Fylkir með þriðja sigurinn í röð

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Fylkir með þriðja sigurinn í röð

09.07.2020 - 19:51
Einn leikur var spilaður í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld en þar tók Fylkir á móti KA.

KA var með tvö stig í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld en KA-menn hafa ekki enn unnið leik það sem af er leiktíðinni. Fylkir hafði hins vegar unnið tvo leiki af fjórum og sat Fylkir í 7. sætinu. 

Það tólk Fylkismenn rúman hálftíma að skora fyrsta mark leiksins en það gerði Djair Parfitt-Williams eftir undirbúning Valdimars Þórs Ingimundarsonar og 1-0 stóð í hálfleik. KA jafnaði metin á 67. mínútu en markið skoraði Guðmundur Stinn Hafsteinsson, 1-1. 

En Fylkir skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili og þar leit markvörður KA, Aron Daði Birnuson, ekki vel út. Fyrra markið skoraði Daði Ólafsson en Valdimar Þór það seinna. 

Orri Sveinn Stefánsson skoraði svo fjórða mark Fylkis fjórum mínútum fyrir leikslok eftir ótrúlega klaufalegan varnarleik KA. 4-1 reyndust lokatölur í Árbæ og Fylkir er nú komið upp að hlið KR og Vals í 2. og 3. sæti deildarinnar en KA er áfram í fallsæti.