Belgískt bóluefni ver hamstra gegn kórónuveiru

09.07.2020 - 22:31
epa08199489 A staffer works in the pop-up Huoyan Laboratory specialized in the nucleic acid test on the novel coronavirus (2019-nCoV) in Wuhan, Hubei province, China, 06 February 2020 (issued 07 February 2020). The P2-level biosafety lab was built in five days, designed to perform 10,000 coronavirus tests per day to cope with the outbreak. The virus, which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 638 people and infected over 31,000 others, mostly in China.  EPA-EFE/SHEPHERD ZHOU CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Bóluefni sem belgískir vísindamenn hafa prófað á hömstrum virðist ná að verja dýrin fyrir kórónuveiru. Vísindamenn við Leuven háskólann í Belgíu horfa nú til þess að geta gert prófanir á mönnum vegna COVID-19.

Danska ríkisútvarpið DR greinir frá þessu og segir hamstra sem sýktir höfðu verið með kórónuveiru hafa sloppið við að sýkjast, ef búið var að bólusetja þá og var ein sprauta nóg til að verja þá gegn smiti.

Rannsóknarstofur víða um heim vinna nú að því að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni. Í fæstum tilfellum hafa niðurstöður enn verið birtar, en belgísku vísindamennirnir segja rannsókn sína lofa góðu.

Vísindamennirnir skiptu hömstrum upp í tvo hópa. Hluti var bólusettur með lyfinu, hinn hlutinn ekki. Hamstrarnir voru því næst sýktir með vírusnum SARS CoV-2, sem veldur lungnabólgu og veldur einkennum sem líkjast þeim áhrifum sem kórónuveiran COVID-19 hefur á fólk.

Hamstrarnir sem voru bólusettir sluppu allir við að fá lungnabólgu, en það gerðu ekki hinir.

Lyfið sem vísindamennirnir eru að þróa byggir á bóluefni gegn gulu og er það eina bóluefnið sem nú er í þróun gegn kórónuveirunni sem byggir á bóluefni sem þegar er til.

„Bóluefnið gegn gulu hefur sannað virkni sína. Það hefur verið í notkun í ein 80 ár og á þeim tíma er búið að bólusetja næstum 800 milljónir manna með því,“ segir prófessor Johan Neyts sem fer fyrir rannsókninni.

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi