Áfram úrhelli í Japan

09.07.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Japan
epaselect epa08526688 An aerial view shows rescue operations in Ashikita, Kumamoto prefecture, southwestern Japan, 04 July 2020. Local authorities asked the evacuation of more than 200,000 residents in Japan's southwestern prefectures of Kumamoto and Kagoshima following floods and mudslides triggered by torrential rain. According to latest media reports, 15 people died and nine are missing.  EPA-EFE/JIJI PRESS JAPAN OUT EDITORIAL USE ONLY/  NO ARCHIVES
Björgunarmenn að störfum í Kumamoto-héraði. Mynd: EPA-EFE - JIJI PRESS
Japanskar björgunarsveitir keppast nú við að ná til fólks sem einangrast hefur vegna flóða og skriðufalla af völdum mikillar úrkomu undanfarna daga.

Ástandið er verst í Kumamoto-héraði á eynni Kyushu í suðurhluta landsins, en samkvæmt almannavarnastofnun Japans eru þar um 3.000 heimili einangruð.

Úrhellisrigning hefur verið á þessum slóðum síðan á laugardag og spáð er áframhaldandi úrkomu um stóran hluta Japans næstu daga. Að minnsta kosti 58 hafa farist í hamförunum, en sautján er saknað.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi