Nú mega hundrað hittast í Danmörku

08.07.2020 - 05:30
epa04330442 Pedestrians stroll at Stroeget, a popular pedestrian street in downtown Copenhagen, Denmark, 04 June 2014.  EPA/MAURITZ ANTIN
Strikið Mynd: EPA
Heimildir til samkomuhalds voru rýmkaðar í Danmörku á miðnætti. Frá 8. júní hafa eigi fleiri en 50 manns mátt koma saman á einum stað þar í landi, en frá og með deginum í dag mega allt að 100 manns sækja einn og sama mannfagnaðinn. Er þetta í samræmi við samkomulag sem gert var á danska þinginu fyrir mánuði síðan.

Eftir annan mánuð, hinn 8. ágúst, verður svo slakað enn frekar á samkomubanninu og mega þá allt að 200 manns safnast saman í Danaveldi.

Dönsk stjórnvöld gripu fyrst til fjöldatakmarkana til að hindra útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í mars síðastliðnum, og máttu þá aðeins tíu manns hittast í senn. 

Hér á landi mega nú að hámarki 500 manns koma saman.  

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi