Ekkert innanlandssmit síðan 2. júlí

08.07.2020 - 12:49
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Ekkert innanlandssmit greindist í gær, fimmta daginn í röð. Við landamæraskimun greindust sjö smit. Tvö þeirra eru óvirk en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar hinna fimm.

Í gær voru alls tekin 1.909 sýni. Þar af voru 1.685 tekin við landamærin. Íslensk erfðagreining tók 44 sýni en sýkla- og veirufræðideild LSH 180. Frá því skimun hófst hafa ellefu virk smit greinst við landamærin en 43 með mótefni. 

Í augnablikinu eru 204 í sóttkví og 20 í einangrun. 

 
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi