Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tveir létust í lestarslysi í Tékklandi

07.07.2020 - 16:14
This photo  provided by HZSKVK, shows emergency services at the scene after two trains collided, near the village of Pernink, Czech Republic, Tuesday July 7, 2020. Officials say two passenger trains collided head-on in western Czech Republic, killing at least two people on board and injuring about 20. The Czech Rail Safety Inspectorate says the collision took place after 3 p.m. (1300 GMT) Tuesday between the stations Nove Hamry and Pernink near the German border (HZSKVK via AP)
 Mynd: AP - HZSKVK
Tveir létust og um tuttugu slösuðust þegar járnbrautarlestir rákust á í grennd við Karlovy Vary í vesturhluta Tékklands í dag. Á myndum sem birtust á Twitter má sjá að eimreiðir beggja lesta eru illa farnar. Hvorug fór út af sporinu við áreksturinn. Nokkrir farþegar eru alvarlega slasaðir að sögn tékkneskra fjölmiðla. Tékkneskir og þýskir björgunarmenn hafa unnið að því í sameiningu að flytja hina slösuðu á sjúkrahús.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV