Smituðum fjölgar í Melbourne

07.07.2020 - 09:41
epa08529864 People in hazardous material overalls are seen outside of a public housing tower along Racecourse Road in Melbourne, Australia, 06 July 2020. Victoria?s Premier has ordered the immediate lockdown of nine public housing towers in Flemington and North Melbourne after the state registered 108 new coronavirus cases.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Yfirvöld í Melbourne í Ástralíu hafa fyrirskipað hertar ráðstafanir eftir að COVID-19 tilfellum fór að fjölga þar á ný. Aðgerðirnar taka gildi seinnipartinn, þegar miðvikudagur gengur þar í garð. 

Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríufylkis, greindi frá þessum ráðstöfunum og sagði að þær hefðu verið teknar eftir að smituðum fór að fjölga ný í fyrsta skipti síðan í apríl.

Ný tilfelli hafa nær eingöngu greinst í Melbourne, en annars staðar í landinu hefur verulega verið slakað á aðgerðum vegna COVID-19.  Í síðustu viku voru um 300.000 íbúar Melbourne einangraðir frá öðrum borgarbúum til loka þessa mánaðar, en aðgerðir ná núna til allra borgarhluta og næsta nágrennis.  

Andrews sagði að íbúar í Melbourne yrðu að halda að mestu kyrru fyrir heima, fjarkennsla yrði tekin upp að nýju og veitingastaðir mættu einungis bjóða upp á veitingar til að taka með.

Til stendur einnig að banna ferðir milli Viktoríufylkis og annarra fylkja landsins í dag og verður her- og lögregla við eftirlit á fylkismörkum.

Nærri níu þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Ástralíu síðan faraldurinn barst þangað, en 106 hafa látist þar af völdum COVID-19.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi