Hlaut höfuðáverka eftir líkamsárás

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Líkamsárás og hótanir voru tilkynntar til lögreglu um klukkkan tvö í nótt í Breiðholti. Lögregla handtók árásarmanninn á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu í nótt. Þolandi var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með höfuðáverka.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisófriðar í vesturborginni í gærkvöldi. Karlmaður var handtekinn á heimilinu og vistaður í fangageymslu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í  bílskúr í austurborginni klukkan níu í gærkvöldi þar sem ýmsu hafði verið stolið og óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna óvelkomins manns í íbúðarhúsnæði í Breiðholti. Lögregla vísaði manninum út.

Klukkan níu í gærkvöld varð umferðaróhapp í Breiðholti þegar ökumaður ók á kyrrstæða bifreið. Ökumaður reyndist vera undir áhrifum vímuefna og á stolinni bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu eftir blóðsýnatöku.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi