Fjórir skjálftar yfir þremur fyrir norðan

07.07.2020 - 00:44
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð að nýju á Tjörnesbrotabeltinu í kvöld. Fjórir jarðskjálftar hafa mælst af stærðinni þrír eða stærri frá því í dag, sá stærsti 3,5 um hálf sjö leytið í kvöld. Skálfti af stærðinni 3,2 mældist um klukkan tuttugu mínútur í fjögur í dag og tveir skjálftar hafa mælst þrír, annar á tólfta tímanum og hinn tuttugu mínútur yfir tólf.

Á vef Veðurstofunnar segir að tilkynningar hafi borist um að skjálftarnir hafi fundist á Siglufirði og víðar.

Frá því að hrinan hófst 19. júní hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir tíu þúsund skjálfta. Þrír skjálftar yfir fimm að stærð hafa mælsti í hrinunni, sá stærsti mældist 5,8. Áfram eru líkur á því að fleiri stórir skjálftar muni verða á svæðinu. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi