Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ekki þarf greiðslumat til að lækka afborganir

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Íbúðaeigendur sem hyggjast endurfjármagna eldri húsnæðislán til að lækka greiðslubyrði sína þurfa ekki að fara í greiðslumat.

Þetta kemur fram í svörum þriggja banka í þriðju stöðuskýrslu uppbyggingarteymis um félags- og atvinnumál í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Leigjendur sem hyggjast taka ný húsnæðislán geta hins vegar lent í því að standast ekki greiðslumat, þótt mánaðarleg greiðslubyrði lána reynist lægri en leigugreiðslur viðkomandi.

Greiðslumat miðast við tekjur samkvæmt skattframtali eða neysluviðmiði velferðarráðuneytisins. Auk þess getur bæst við sérstakur álagsútreikningur þeirra banka sem svöruðu. 

Það er þó ekki öll nótt úti fyrir fólk í þessarri stöðu því mögulegt er að bankinn samþykkt að veita umsækjanda lán geti hann fært sönnur á möguleika skilvísi sinnar.

Nokkuð fleiri leituðu til embættis Umboðsmanns skuldara í júní en áður, eða tæplega hundrað manns. Á árinu hafa borist um fimm hundruð umsóknir til embættisins vegna fjárhagsvanda.