Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Atvinnuleysið meira en eftir bankakreppuna

07.07.2020 - 15:53
epa08402005 A woman wearing a protective face mask waits outside a public employment office in Madrid, Spain, 05 May 2020, amid the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic. The number of unemployed people rose by 282,891 to reach 3.83 million in April, the highest figures reached in April since 2016. Spain is under lockdown in an attempt to fight the spread of the pandemic COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að atvinnuástand í heiminum sé mun verra af völdum COVID-19 farsóttarinnar en eftir bankakreppuna 2008. Batinn sem varð eftir hana sé að engu orðinn.

Þetta kemur fram í skýrslu sem stofnunin kynnti í París í dag. Samkvæmt henni hefur ungt fólk, konur og láglaunamenn orðið verst úti á vinnumarkaði frá því að farsóttin braust út. Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, sagði þegar hann kynnti skýrsluna að batinn sem náðist á vinnumarkaði á síðasta áratug hafi á nokkrum mánuðum orðið að engu.

Sérfræðingar OECD spá því að atvinnuleysi í heiminum verði 9,4 prósent í lok þessa árs. Þá er miðað við að ekki bresti á önnur bylgja veirusmita. Gerist það, segir Angel Gurría, verður ástandið enn verra. Því fylgir aukin fátækt, gjaldþrot, þunglyndi, vonleysi og glæpir. Þess vegna verður að bregðast tímanlega við ástandinu, af festu og metnaði.

OECD greindi frá því í síðasta mánuði að efnahagssamdrátturinn á heimsvísu yrði sá mesti í sextíu ára sögu stofnunarinnar. Verst yrði ástandið í Bretlandi, Frakklandi, á Ítalíu og Spáni.