DeChambeau lék á 65 höggum í gær, eða á sjö höggum undir pari, og hann endaði á þremur höggum á undan landa sínum Matthew Wolff sem varð annar. Eins og sjá má var stutta spilið líka í fínu lagi hjá DeChambeau um helgina.
Exclamation point. @B_DeChambeau birdies the 72nd hole to shoot a final-round 65 and win @RocketMortgage. #QuickHits pic.twitter.com/69kkpsfG3e
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 5, 2020
Bætti á sig 20 kílóum af vöðvum
DeChambeau sagði eftir sigurinn í gær að hann hefði sérstaklega mikla þýðingu fyrir sig. Síðustu mánuði hefur DeChambeau unnið markvisst að því að bæta á sig miklum vöðvamassa og hefur hann þyngst um 20 kíló á síðustu níu mánuðum. Það hefur skilað sér í feykalega kraftmiklum og löngum upphafshöggum.
„Þetta er tilfinningaþrunginn stund fyrir mig,“ sagði hinn 26 ára DeChambeau eftir sigurinn. „Ekki síst vegna þess að upp á síðkastið hef ég breytt líkama mínum og einnig hugarfarinu. Nú hef ég sýnt fram á það er hægt að leika golf á annan hátt en hingað til hefur tíðkast,“ sagði DeChambeau.
Að neðan má sjá lista yfir lengd upphafshögga kappans á mótinu um helgina en 377 jardar samsvara um 345 metrum.
Longest drives of the week for @B_DeChambeau:
377 yards
376 yards
374 yards
367 yards
366 yards
365 yards
364 yards
363 yards
362 yards
355 yards
355 yards
355 yards
355 yards
354 yards
353 yards
352 yards
348 yards
348 yards
346 yards
345 yards
344 yards
344 yards pic.twitter.com/0tWgS0WrUP— PGA TOUR (@PGATOUR) July 5, 2020
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa hjá DeChambeau en hann hefur nú verið á meðal tíu efstu kylfinga á síðustu sjö mótum PGA-mótaraðarinnar.
Sigurinn í gær var sjötti sigur kappans á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Last week @B_DeChambeau recorded the longest average driving distance by PGA TOUR winner.
350.6 yards. pic.twitter.com/FXFYXwWPyW
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 6, 2020
66-67-67-65 @B_DeChambeau is the @RocketClassic champion. pic.twitter.com/1MW7PUlxgQ
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 5, 2020