Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fylkismörkum lokað í Ástralíu

06.07.2020 - 10:45
epa08529891 New South Wales Premier Gladys Berejiklian speaks to media during a press conference in Sydney, Australia, 06 July 2020. The Victoria-New South Wales border is set to be closed as the southern state struggles to contain a second wave of the deadly coronavirus.  EPA-EFE/JOEL CARRETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Gladys Berejiklian, forsætisráðherra Nýja Suður-Wales, kynnir ákvörðunina um lokun. Mynd: EPA-EFE - AAP
Loka á fylkismörkum Viktoríu og Nýja Suður-Wales í Ástralíu eftir að COVID-19 farsóttin blossaði upp í Melbourne, höfuðborg Viktoríu. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa hundruð borgarbúa veikst. Tilfellin eru meira en 95 prósent af öllum kórónuveirusýkingum í landinu að undanförnu. Á laugardag var þrjú þúsund íbúum níu fjölbýlishúsa í Melbourne bannað að fara að heiman eftir að hópsmit uppgötvuðust meðal þeirra.

Forsætisráðherrar fylkjanna komu sér saman um lokunina um helgina. Hún gengur í gildi á miðvikudag. Óvíst er hvenær henni verður aflétt. Þetta er í fyrsta sinn í heila öld sem fylkismörkunum er lokað.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV