Lögregla rak partígesti í háttinn

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Á níunda tímanum í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um háreysti frá samkvæmi í vesturbæ Reykjavíkur. Voru gestir beðnir um að yfirgefa gleðskapinn, enda kominn tími til að fara í háttinn eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir ennfremur að ekið hafi verið á hlaupahjóli á sex ára barn á Austurvelli í dag. Hlaut barnið minniháttar meiðsli við áreksturinn.

Af öðrum verkefnum lögreglu má nefna að maður var handtekinn fyrir líkamsárás og hótanir í Breiðholti. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Þá var tilkynnt um innbrot í tvo bíla í miðborginni.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi