Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Flóttafólk við Sikiley flutt í annað skip

epa05265406 A handout photgraph made available by the Ong Sos Méditerranée showing migrants on a snking inflatable boat before being rescued by  the Aquarius ship of the humanitarian group SOS Mediterranee, and taken to  Lampesusa, Italy, 18 April 2016.
Flótta- og farandfólk í gúmmíbát sem er við það að sökkva, á Miðjarðarhafi í apríl á þessu ári.  Mynd: EPA - ONG SOS MEDITERRANEE
Ítölsk stjórnvöld hafa veitt 180 flóttamönnum sem bjargað var á Miðjarðarhafi síðustu vikuna í júní heimild til að yfirgefa skipið Ocean Viking. Það flyst um borð í sóttkvíarskip við Sikiley.

Góðgerðasamtökin SOS Mediterranee komu fólkinu, sem er af þrettán þjóðernum, til bjargar. Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu færðust lengi undan að taka við fólkinu. Hafnir á Ítalíu eru opinberlega lokaðar vegna kórónuveirufaraldursins.

Afar þröngt er um borð í björgunarskipinu og biðin var mörgum orðin nánast óbærileg. Nokkrir úr hópnum stukku fyrir borð en var bjargað aftur, og sex gerðu tilraun til sjálfsvígs.

Lengi hefur verið kallað eftir að ríki Evrópusambandsins samhæfi reglur um hvernig taka eigi heildstætt á málum flóttafólks sem bjargað er af hafi. Tugum þúsunda flóttamanna er bjargað á Miðjarðarhafi á hverju ári.