Hádegisfréttir: Erlent starfsfólk oft háð vinnuveitanda

04.07.2020 - 12:09
Betra eftirlit er nauðsynlegt vegna kjarasamningsbrota atvinnurekenda á erlendu starfsfólki í ferðaþjónustu, samkvæmt nýrri skýrslu. Starfsfólkið er oft háð atvinnurekenda um húsnæði og veigrar sér við því að leita réttar síns.

Forsætisráðherra segist tilbúinn að hlusta á sjónarmið um að kjósa eigi til þings á öðrum tíma en í lok kjörtímabils í október á næsta ári, þótt mörg stór verkefni séu enn óunnin.

Mótefnamæling vegna COVID-19 hefur staðið yfir í Vestmannaeyjum í morgun. Læknir segir Vestmanneyingum mjög í mun að leggja sitt af mörkum við kortlagningu veirunnar. 

ÍA vann 4-1 sigur á Val er fjórða umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta hófst í gærkvöld. Þrír leikir eru á dagskrá í deildinni í dag.

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi