Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Útvarpsútsendingar lágu niðri

03.07.2020 - 00:56
Rás 1 · Rás 2
Mynd með færslu
 Mynd: Ryan Bruce - burst.shopify.com/Creative commo
Útvarpsútsendingar Rásar 1 og Rásar 2 lágu niðri í gegnum stuttbylgju frá því upp úr miðnætti þar til rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Bilunin átti við um höfuðborgarsvæðið, og mögulega stærra svæði. Strengur rofnaði í viðhaldsvinnu,og af einhverjum sökum fór varaaflskerfi ekki í gang. Útsendingar ættu að vera komnar í lag.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV