Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Pílagrímar létust í árekstri við lest

03.07.2020 - 16:21
epa08525076 A view of Sikh pilgrims passenger bus that was hit by a train, in Sheikhupura, Pakistan, 03 July 2020. At least 19 Sikh pilgrims died and another 15 were injured while they were returning from Nankana Sahib, the birthplace of the founder of Sikhism, Guru Nanak.  EPA-EFE/RAHAT DAR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti tuttugu og tveir pílagrímar úr trúarsöfnuði sikha létust í dag þegar járnbrautarlest ók á litla rútu sem þeir voru farþegar í í austurhluta Pakistans. Nítján hinna látnu voru úr sömu fjölskyldunni.

Þrjátíu voru í rútunni. Engan farþega lestarinnar sakaði. Að sögn talsmanns pakistönsku járnbrautanna tók rútustjórinn þá skyndákvörðun að yfir lestarteinana þótt lestin nálgaðist á mikilli ferð.

Pílagrímarnir voru á heimleið eftir að hafa vitjað fæðingarstaðar trúarleiðtogans Nanaks sem stofnaði söfnuð sikha þegar langt var liðið á fimmtándu öld.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV