Að minnsta kosti tuttugu og tveir pílagrímar úr trúarsöfnuði sikha létust í dag þegar járnbrautarlest ók á litla rútu sem þeir voru farþegar í í austurhluta Pakistans. Nítján hinna látnu voru úr sömu fjölskyldunni.
Þrjátíu voru í rútunni. Engan farþega lestarinnar sakaði. Að sögn talsmanns pakistönsku járnbrautanna tók rútustjórinn þá skyndákvörðun að yfir lestarteinana þótt lestin nálgaðist á mikilli ferð.
Pílagrímarnir voru á heimleið eftir að hafa vitjað fæðingarstaðar trúarleiðtogans Nanaks sem stofnaði söfnuð sikha þegar langt var liðið á fimmtándu öld.