Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maríu Ósk Sigurðardóttur. María Ósk er 43 ára, til heimilis í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er 163 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með gráleitt axlarsítt hár og með húðflúr á hlið vinstri handar. Hún er líklega klædd í svartar gallabuxur og lopapeysu, svarta og hvíta yfir mitti, að sögn lögreglunnar.