Tvö ný kórónaveirusmit greindust í gær

30.06.2020 - 11:18
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Rúnar Ingi Garðarsson - RÚV
Tvö kórónaveirusmit greindust hér á landi í gær. Eitt smit var staðfest úr 1.416 sýnum í landamæraskimun og eitt smit greint úr 408 sýnum sem tekin voru hjá Íslenskri erfðagreiningu.

56 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Alls voru 1.880 sýni tekin í gær og hafa þau ekki verið fleiri síðan landamæraskimun hófst 15. júní síðastliðinn. Það þarf raunar að leita aftur til 7. apríl til að finna fleiri sýni sem tekin hafa verið á einum degi í faraldrinum hér á landi.

Nú er vitað um 12 virk smit, jafn mörg og í gær. 415 eru í sóttkví vegna farsóttarinnar. Enginn er á sjúkrahúsi með COVID-19 sjúkdóminn.

 
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi