Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Skoða hvort fresta þurfi leikjum vegna útgöngubanns

Mynd með færslu
 Mynd:

Skoða hvort fresta þurfi leikjum vegna útgöngubanns

30.06.2020 - 10:28
Enska úrvalsdeildin hefur nú til athugunar að færa eða fresta næstu heimaleikjum Leicester eftir að útgöngubann var sett á í borginni.

COVID-19 smitum hefur fjölgað mjög í Leicester að undanförnu og um 10% prósent af öllum greindum smitum í Englandi síðustu vikuna greindust þar. Stjórnendur innan deildarinnar bíða nú eftir upplýsingum um hvort nauðsynlegt sé að fresta leikjum liðsins vegna ástandsins af öryggisástæðum eða færa þá á hlutlausa velli. Mannsafnaður kringum leikvanginn veldur áhyggjum. Næsti heimaleikur Leicester á að vera á móti Crystal Palace á laugardag.

Skólum hefur verið lokað í Leicester og öllum verslunum nema þeim sem selja nauðsynjavörur. Útgöngubannið gildir í að minnsta kosti tvær vikur. Enska úrvalsdeildin hófst aftur eftir hlé vegna COVID-19 þann 17. júní.