Síminn hefur lagt niður hugbúnaðarþróunardeild fyrirtækisins og sagt upp átta starfsmönnum hjá deildinni.
Mbl greindi fyrst frá þessu. Í fréttinni kemur fram að 24 hafi starfað í hugbúnaðarþróunardeild Símans. Tveir þeirra munu hefja störf við aðrar deildir innan Símans en fjórtán fara til Deloitte.
Síminn mun útvista hugbúnaðarþróun fyrirtækisins til Deloitte á Íslandi og Portúgal.