Ný svínaflensa í Kína gæti orðið heimsfaraldur

30.06.2020 - 09:30
epa08517185 (FILE) - Pigs are being fed at a pig farm near in rural area of Qingdao city,eastern China's Shandong province, 29 April 2009 (reissued 30 June 2020). Chinese scientists have discovered a new type of swine flu that could trigger a pandemic, according to media reports. The G4 virus allegedly has the potential to infect humans, researchers from several Chinese universities and the Chinese Center for Disease Control and Prevention wrote in an article. The G4 is derived from the H1N1 virus, which caused a pandemic in 2009.  EPA-EFE/WU HONG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ný flensa í svínum hefur verið uppgötvuð í Kína. Hún líkist svínaflensunni sem dreifðist um heimsbyggðina 2009 og vísindamenn vara við því að hún gæti orðið að heimsfaraldri.

Svín eru smitberar en flensan getur borist í menn. Vísindamenn sem rannsaka veiruna hafa áhyggjur af því að hún stökkbreytist þannig að hún smitist á milli manna. Þó ekki sé aðkallandi hætta vegna þessarar veiru hafi hún öll einkenni þess að geta stökkbreyst og því þurfi að fylgjast náið með þróuninni. Þar sem veiran er ný gæti verið að fólk hafi lítið eða ekkert ónæmi fyrir henni. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi