Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind, en norðaustan kalda yst
við suðausturströndina og á Norðvesturlandi framan af deginum. Á
sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum
seinnipartinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að
kalla. Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar.