Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hiti allt að 18 stig í dag

30.06.2020 - 06:27
Mynd með færslu
 Mynd: Ásgeir Tómasson - RÚV
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind, en norðaustan kalda yst við suðausturströndina og á Norðvesturlandi framan af deginum. Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum seinnipartinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að kalla. Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar.

Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands.

Hiti verður á bilinu 12-18 stig, en svalara, 7-13 stig, með suður- og austurströndinni.

Hægum norðlægum áttum er spáð síðari hluta vikunnar með lítilsháttar vætu hér og hvar en bjartviðri þess á milli. Víða verður áfram milt í veðri en svalast um landið austanvert þar sem sólarstundir þessarar viku gætu orðið öllu færri en annars staðar á landinu.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir