Afnema ferðatakmarkanir til Schengen frá fimmtán ríkjum

30.06.2020 - 19:59
Mynd með færslu
Mynd úr safni Mynd:
Aðildarríki ESB samþykktu í dag að afnema tímabundnar ferðatakmarkanir inn á Schengen-svæðið gagnvart íbúum fimmtán ríkja.

Íslensk stjórnvöld vinna nú að því að innleiða tilmæli um afnám takmarkana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Reglugerð verði gefin út á næstu dögum og þá muni sömu skilyrði eiga við um íbúa þessara fimmtán ríkja við komu til landsins og hafa átt við um íbúa ESB/Schengen-svæðisins hingað til. Óbreyttar reglur gildi þar til reglugerðin verði gefin út. 

Afnám takmarkana inn á ESB/Schengen-svæðið nær til Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japans, Marokkó, Nýja Sjálands, Rúanda, Serbíu, Suður Kóreu, Svartfjallalands, Túnis, Tælands, Úrugvæ og Kína (með fyrirvara um staðfestingu á gagnkvæmni).

Fram kemur að listinn verði endurskoðaður á að minnsta kosti 14 daga fresti. 

 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi