Reyndu að veitast að lögreglu

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Mikið annríki var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt.  Tveir  gistu fangageymslur og er annar þeirra grunaður um líkamsárás.

35 mál komu inn á borð lögreglu frá því í gærkvöldi. Töluvert var um ölvunarútköll  í umdæminu og eitthvað um slagsmál, en mikið af fólki var á ferðinni.

Það var um hálfeittleytið í nótt sem lögreglan var kölluð til vegna ölvaðra manna sem voru til vandræða á Húsavík. Er lögregla var á leiðinni á staðinn barst svo önnur tilkynning um að deilurnar hefðu þróast út í slagsmál.

Er lögregla kom  á vettvang voru þar tveir menn að veitast að einum. Þeir yfirgáfu staðinn á meðan lögregla ræddi við þann sem fyrir árásinni varð, en komu svo aftur og reyndu þá að veitast að bæði manninum og lögreglu.

Þeir voru þá handteknir og verða yfirheyrðir. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að sá sem fyrir árásinni varð hafi verið með einhverja áverka, en ekki er tilgreint hvort hann hafi þurft aðhlynningar við.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi