Þriðjungur kjósenda í nafnakönnun fyrir sameinað sveitarfélag á Austfjörðum vill að nafnið Múlaþing verði fyrir valinu. Drekabyggð kom næst og Austurþing í þriðja sæti. Þessi nöfn nutu áberandi mestra vinsælda. Múlaþinghá, Múlabyggð og Austurþinghá ráku lestina.