Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Færeyjar Covid lausar í tvo mánuði

26.06.2020 - 05:23
Erlent · COVID-19 · Færeyjar · ópera
Mynd með færslu
Þórshöfn í Færeyjum. Mynd: Stig Nygaard - WikiCommons
Tveir mánuðir eru nú síðan kórónuveirusmit greindist síðast í Færeyjum. Skimun hefur þó verið haldið áfram nánast hvern einasta dag.

Alls hafa ríflega 12 þúsund kórónuveirupróf verið gerð í eyjunum en síðustu sexþúsund hafa reynst neikvæð.

Í apríl gáfu stjórnvöld í Færeyjum út myndband sem birtist á Facebook síðu sem sett var upp til að upplýsa fólk um veiruna og viðbrögð við henni.

Þar syngja þau Kóróna og Kórónus um löngun sína til að smita sem flesta. Einkum virðast þau hafa áhuga á öldruðu og veiku fólki.

Alls veiktust 187 í Færeyjum og öll náðu bata. Enginn lést af völdum Covid-19 í eyjunum.