Fremur hæg austlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag. Víða skúrir, en samfelldari úrkoma norðvestan til eftir hádegi og úrkomulítið austanlands fram á kvöld. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast austan til.
Á morgun verður norðaustan, 5-13 m/s, og úrkomulítið víðast hvar og líklegt að eitthvað sjáist til sólar suðvestan til á landinu. Sunnanlands verður hiti á bilinu 14 til 19 stig , en heldur svalara fyrir norðan. Það fer síðan að rigna um landið sunnan- og austanvert annað kvöld.
Á sunnudag er svo útlit fyrir hlýtt veður og einhverja vætu í flestum landshlutum.