Þrjú smit greindust í 558 sýnum

25.06.2020 - 13:18
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Þrjú COVID-19 smit greindust við skimun í gær. Þau greindust öll í landamæraskimun.

Tekin voru 558 sýni í gær. Íslensk erfðagreining tók tíu, 511 voru tekin á landamærunum og 37 á sýkla- og og veirufræðideild Landspítala.

Frá því að fyrstu landamærasýnin voru tekin hér á landi 15. júní hafa greinst 20 smit.

Nú eru níu virk smit hér á landi og 168 eru í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa 1.830 smit verið staðfest, 1.811 er batnað, 22.389 hafa lokið sóttkví og 72.156 sýni hafa verið tekin.

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi