Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Þrír smitaðir á PGA mótaröðinni í golfi

epa08080858 Cameron Champ of the USA plays a shot on day one of the 2019 Australian PGA Championship at RACV Royal Pines Resort on the Gold Coast, Australia, 19 December 2019.  EPA-EFE/DAN PELED EDITORIAL USE ONLY AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Þrír smitaðir á PGA mótaröðinni í golfi

24.06.2020 - 12:22
Tveir atvinnukylfingar sem taka þátt í PGA mótaröðinni í golfi hafa greinst með COVID-19 á síðustu fimm dögum. Travelers Championship mótið hefst í Connecticut í Bandaríkjunum á morgun.

Kylfingurinn Cameron Champ greindist með veiruna í skylduskimun fyrir mótið í gær. Champ hefur sagt að honum líði vel en engu að síður verður hann í eingangrun í minnst tíu daga og getur því ekki tekið þátt. Þá hefur kylfingurinn Graeme McDowell einnig að dregið sig úr keppni eftir að kylfusveinn hans, Ken Comboy, greindist með veiruna. PGA mótaröðin hefur verið undir smásjánni eftir að Nick Watney greindist með COVID-19 fyrir seinni hringinn á RBC Heritage mótinu í síðustu viku. Champ lék ekki á því móti en tók þátt í Charles Schwab mótinu viku fyrr, fyrsta mótinu á PGA mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónaveirunnar. Niðurstöður úr síðustu skimun munu berast í dag og þá kemur í ljós hvort fleiri eru smitaðir.