Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bolsonaro dæmdur til að bera andlitsgrímu

24.06.2020 - 06:56
epa07499005 The President of Brazil Jair Bolsonaro (C) speaks during a ceremony to evaluate the first 100 days of his government, at the Palacio do Planalto, seat of the executive power, in Brasilia, Brazil, 11 April 2019.  EPA-EFE/JOEDSON ALVES
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Mynd: EPA-EFE - EFE
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, var í gær dæmdur til þess að bera andlitsgrímu þegar hann er í opinberum störfum. Dagsektum verði beitt, hlýði hann ekki dómnum.

Dómurinn nær til allra ríkisstarfsmanna og felur í sér allt að 386 dollara dagsektir fyrir þá sem virða hann ekki. Í svari við fyrirspurn CNN kemur fram að lögfræðingur forsetans vinni nú í því að reyna að fá lögbanninu hnekkt.

Þann 30. apríl var tilskipað að allir ættu að bera andlitsgrímur á almannafæri í landinu. Síðan þá hefur Bolsonaro ítrekað komið fram án grímu, jafnvel á fjöldafundum. 

„Það að forsetinn setji slæmt fordæmi gerar allt erfiðara fyrir okkur,“ sagði Joao Dorias, ríkisstjóri Sao Paulo, í samtali við fréttastofu CNN. 

Kórónuveirufaraldurinn er í hámarki í Brasilíu um þessar mundir. Rúmlega 51 þúsund manns eru talin hafa látist af völdum veirunnar og meira en 1,1 milljón smit hafa verið greind.