Geymdu fíkniefni í stuðaranum

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Árvekni lögreglumanns á Suðurnesjum sem var á frívakt leiddi til þess að tveir menn sem grunaðir eru um vörslu og sölu fíkniefna voru í síðustu viku staðnir að verki og handteknir.  

 

Mennirnir höfðu lagt bíl sínum við hlið bíls sem var án skráningarnúmera og voru laumulegir að flytja eitthvað milli bílanna þegar lögreglumaðurinn kom auga á þá. 

Við leit í bílnum fundust kannabisefni í neyslupakkningum í hólfi í afturstuðaranum. Undir númerslausu bifreiðinni fannst svo enn meira magn af kannabis sem komið hafði verið fyrir þar til geymslu.

Við leit í sumarbústað fann lögregla svo enn meira magn fíkniefna og á fimmta hundrað þúsund í peningum sem talin eru vera ágóði af fíkniefnasölu.

Mönnunum var sleppt að lokinni skýrslutöku og sæta þeir tilkynningarskyldu, að því er segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum.
 

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi