Fyrrverandi forseti Kirgistans í 11 ára fangelsi

23.06.2020 - 14:22
epa08503316 (FILE) - Former Kyrgyz President Almazbek Atambayev  attend a parade on the occasion of Kyrgyzstan's Independence Day, in Bishkek, Kyrgyzstan, 31 August 2016. According to news reports on 23 June 2020, a Kyrgyz court has sentenced former President Almazbek Atambaev to 11 years and two months in prison for the illegal release of notorious crime boss Aziz Batukaev in 2013. Atambaev, the first Kyrgyz president sentenced in the Central Asian nation's history, has denied any wrongdoing throughout the case.  EPA-EFE/IGOR KOVALENKO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Miðasíulýðveldisins Kirgistans, var í dag dæmdur í ellefu ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir spillingu. Sannað þótti að hann hefði misbeitt valdi sínu þegar hann lét lausan alræmdan foringja glæpasamtaka árið 2013. Atambayev mætti ekki til réttarhaldanna, sem hann sagði að núverandi valdhafar hefðu sviðsett.

Auk þess að forsetinn fyrrverandi fékk fangelsisdóm voru ýmsar eigur hans gerðar upptækar, svo sem landareignir, fasteignir, fjölmiðlar, bílar og innistæður á rúmlega tuttugu bankareikningum.

Atambayev á fleiri réttarhöld yfir höfði sér vegna spillingarmála. Hann var sviptur friðhelgi í júní í fyrra. Þá kom hann sér fyrir á heimili sínu og kvaðst hafa vígbúist ef lögregla ætlaði að handtaka hann. Tveimur mánuðum síðar varð hann að lúta í lægra haldi fyrir öryggissveitum sem sendar voru til að sækja hann.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi