1.600 skjálftar á sólarhring

23.06.2020 - 00:07
Mynd með færslu
 Mynd: Fréttir
Yfir 1.600 skjálftar mældust á Norðurlandi í gær, mánudag, í áframhaldandi jarðskjálftahrinu sem hófst á föstudag. Stærsti skjálftinn í gær var fjórir að stærð og reið yfir klukkan átján mínútur yfir tólf í hádeginu. Jarðskjálftarnir sem greindust í gær eru litlu færri en síðustu daga en nokkuð minni en verið hefur. Stærstu skjálftar eftir hádegi í gær og fram á kvöld hafa verið um og undir þremur að stærð.

Útlit er fyrir áframhaldandi skjálftavirkni en óvíst hvernig hún þróast. Hún er þó aðeins minni heldur en framan af skjálftahrinunni. Síðustu daga hafa mest greinst yfir tvö þúsund skjálftar á sólarhring. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi