Þrjú smit greindust í gær

20.06.2020 - 13:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV fréttir
Þrjú smit greindust á landinu í gær samkvæmt tölum Landlæknisembættisins. Í landamæraskimun voru tekin 735 sýni og greindust smitin þrjú öll þar. Ekki liggur fyrir hvort smitin eru gömul og hafi greinst hjá einstaklingum með mótefni eða hvort þau séu virk.

Á sýkla- og veirufræðideild Landspítala voru 97 sýni tekin. Íslensk erfðagreining tók tólf sýni.

Samkvæmt nýjustu tölum fækkaði um eitt virkt smit á landinu og eru þau nú sjö. Einnig fækkaði fólki í sóttkví og eru nú 479 skráðir í sóttkví en sjö í einangrun. 

Ellefu farþegavélar eru væntanlegar til Keflavíkur í dag. Ekki hafa komið fleiri vélar til landsins síðan skimun hófst á Keflavíkurflugvelli 15. júní. 

Fréttin var uppfærð klukkan 13:31. Áður var fullyrt að engin ný smit hefðu greinst á landinu í gær.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi