Kínverjar sleppa tíu indverskum föngum

19.06.2020 - 04:36
epa08493993 Relatives mourn at the coffin of late Indian soldier Satnam Singh, who was killed in clashes with Chinese soldiers in Ladakh, during his funeral ceremony at Singh's native village Bhojraj, near Gurdaspur, India, 18 June 2020. According to news reports, twenty Indian Army personnel including a Colonel were killed in armed clashes with Chinese troops in Galwan Valley of the eastern Ladakh region.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tíu indverskir hermenn voru leystir úr haldi Kínverja í gær. Þeir voru allir teknir eftir átök við landamæri ríkjanna við Himalaja-fjöll, þar sem minnst 20 indverskir hermenn létu lífið á mánudag. Þeir voru leystir eftir langar viðræður ríkjanna til þess að reyna að draga úr spennunni við landamærin.

Ríkin kenna hvoru öðru um að hafa átt upptökin að átökum hermannanna. Ekki var barist með byssum, heldur voru hnefarnir látnir tala og eins beitt kylfum og grjótkasti. Greint hefur verið frá því að nokkrir indversku hermannanna hafi farist við það að falla fram af klettasyllum.

Iðulega hefur komið til ryskinga á umfangsmiklu svæði í Himalaja-fjallgarðinum sem bæði ríki gera tilkall til. Ríkin háðu stríð árið 1962, en síðan þá hefur vopnaskak verið í algjöru lágmarki.

Hvetja til sniðgöngu

Indverjar kalla eftir því að kínverskar vörur verði sniðgengnar. Þúsundir syrgðu hermennina 20 þegar þeir voru bornir til grafar. Kínverskir fánar og myndir af Xi Jinping, forseta Kína, hafa verið brenndar á götum úti í minnst tveimur indverskum borgum, segir á vef AFP fréttastofunnar. 18 hermenn eru enn á sjúkrahúsi eftir átökin í byrjun vikunnar. Kínverjar hafa greint frá því að hermenn úr þeirra röðum hafi fallið, en segja ekki hversu margir.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi