Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Göngumaðurinn fundinn heill á húfi

19.06.2020 - 06:46
TF-EIR leitar að göngumanni í Skálavík.
Áhöfnin á TF-EIR fann manninn í morgun. Mynd: Landhelgisgæslan
Göngumaður sem leitað var við Skálavík í gærkvöld og í nótt fannst rétt fyrir klukkan 6 í morgun heill á húfi. Áhöfn þyrlunnar TF-EIR fann manninn þar sem hann hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík. Hann hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði. Maðurinn var einsamall á ferð og ekki með síma á sér.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Björgunarsveitir, lögregla og áhafnir þyrlu Landhelgisgæslunnar og varðskipsins Þórs höfðu leitað mannsins frá því fyrir miðnætti í gærkveldi.

Áhöfn þyrlunnar TF-EIR fann manninn þar sem hann hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík. Hann hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði. Þyrlan flutti manninn til Ísafjarðar þar sem hann var færður undir læknishendur.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir