Eitt smit greindist við landamæraskimun í gær

18.06.2020 - 13:04
Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV
Einn greindist með COVID-19 smit í sýnatökum í gær. Smitið greindist við landamæraskimun. Alls voru tekin 700 sýni, 68 á Sýkla- og veirufræðideild Landspítala, og 632 við landamæraskimun. 

Nú eru fimm í einangrun, þeim hefur fækkað um þrjá síðan í gær þegar þeir voru átta. Einnig hefur þeim fækkað sem eru í sóttkví, nú eru þeir 533 en voru 609 í gær. 

Alls hafa 1.816 staðfest smit greinst hér á landi frá upphafi faraldursins. Þar af hefur 1.801 náð bata. 

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi