Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Feikilegt vatnsveður og flóð í suður Kína

11.06.2020 - 02:58
Erlent · Hamfarir · Kína · Óveður
epa08358826 Chinese flag is seen in front of Our Lady of Lourdes Chapel church during Easter Holy Mess in Guangzhou, Guangdong province, China, 12 April 2020. Due to the ongoing pandemic of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease the celebration of the Paschal Triduum is limited. Guangzhou government banned all gatherings, so local catholic?s gathered in front of the church to celebrate. Easter Sunday is one of the most important holidays on the Christian calendar, as it marks the resurrection of Jesus Christ.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
Kínverski fáninn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Flóð og aurskriður í suðurhluta Kína hafa orðið til þess að hundruð þúsunda hafa þurft að að yfirgefa heimili sín. Á annað þúsund húsa hafa eyðilagst og margir tugir fólks eru týndir eða látnir.

Frá því í júníbyrjun hefur illviðri og gríðarlegt vatnsveður barið á vinsælum ferðamannastöðum sem þegar höfðu orðið illa úti vegna ferðatakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins.

Flætt hefur inn í fjöldamörg hótel, vatnshæðin er sumstaðar yfir metri, og vinsælir ferðamannastaðir hafa skemmst og laskast.

Gríðarlegur vatnselgur hefur ætt um götur ferðamannasvæðisins Yangshuo og neytt fólk til að forða sér á bambusflekum.

Fjárhagslegt tjón af völdum illviðrisins og flóðanna hleypur á hundruðum milljóna dollara, eða sem samsvarar tugum milljarða króna.

Reiknað er með frekara úrhelli og flóðum á næstu dögum í suðurhéruðum Kína.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV