Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fastur á flugvelli í 74 daga

11.06.2020 - 02:30
epa07500990 (FILE) - A view through an airplane window of the newly acquired Indian Airlines Jet Airways Boeing 777-300 ER on display at the city airport in Mumbai, India, 13 May 2007 (reissued 12 April 2019). According to media reports, Jet Airways has allegedly cancelled all of its international flights amid a financial crisis of the private airline.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ungur knattspyrnumaður frá Ghana er nú loksins laus af flugvelli í Mumbai og kominn á hótel þar í borg.

Randy Juan Muller hafði þjálfað og spilað með indversku knattspyrnufélagi um nokkurra mánaða skeið þegar hann neyddist til að snúa aftur heim til Ghana vegna kórónuveirufaraldursins.

Hann átti bókað flug þann 30. mars en í stað þess að komast heim hefur hann þurft að dúsa á flugvelli í heila 74 daga eftir að skellt var í lás í Indlandi og allt flug til og frá landinu var stöðvað.

Randy var peningalítill og því kaus hann að dvelja á flugvellinum. Hann kveðst þó ekki hafa óttast að komast ekki heim og starfsfólkið á flugvellinum hafi verið afar hjálpsamt, það gaf honum að borða og aðstoðaði hann á ýmsa lund.

Svo fór að öryggisvörður ráðlagði honum að tísta um stöðu sína. Tístið náði augum blaðamanns sem kom skilaboðunum til Aaditya Thackeray ferðamálaráðherra héraðsins. Skömmu síðar var Randy laus af flugvellinum.

Það eru nokkur líkindi með sögu Randys og þeirri sem kvikmyndin The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki byggir á. Mesti munurinn er að maðurinn sem sú saga byggir á, dvaldi um átján ára skeið á DeGaulle flugvellinum í París.

Samningur Randys við indverska knattspyrnufélagið er útrunninn en hann útilokar alls ekki að snúa aftur og halda áfram að spila fótbolta á Indlandi.