Macri sakaður um njósnir á blaðamönnum

epa07955527 President-elect of Argentina Alberto Fernandez celebrates with his supporters after winning the first round of the Argentine general election, in Buenos Aires, Argentina, 27 October 2019. The leader of the Frente de Todos movemente said that he will meet with the current president, Mauricio Macri, to talk about the political transition, prior to his taking office on 10 December.  EPA-EFE/FABIAN MATTIAZZI
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Leyniþjónustan í Argentínu krefst rannsóknar á fyrrverandi forsetanum Mauricio Macri vegna gruns um að hann hafi njósnað um yfir 400 blaðamenn. AFP kveðst hafa heimildir fyrir þessu, og segir að nokkrir blaðamenn úr þeirra röðum séu á lista yfir fólk sem átti að njósna um í kringum fundi G20 ríkja og Alþjóðaviðskiptaráðsins í Buenos Aires undanfarin ár.

Heimildir AFP herma að krafan um rannsókn hafi verið send á föstudag, og öll gögn verði lögð fram í dag. Auk blaðamannanna eru um 100 fræðimenn, viðskiptamenn og valinkunnir einstaklingar á listanum. 

Gögn málsins fundust í læstum skáp á skrifstofu fyrrverandi stjórnanda gagnnjósna við argentínsku leyniþjónustuna. Heimildamaður AFP segir rannsóknir á blaðamönnum hafa verið nokkuð beinskeitta. Upplýsingar voru grafnar upp úr samfélagsmiðlum og úr þeim var búin til skýrsla um hugmyndafræði þeirra og pólitík. 

Skráð hvort blaðamenn hafi gagnrýnt stjórn Macris

Rannsóknarkrafan er lögð fram af Cristina Caamano. Hún var ráðin af forsetanum Alberto Fernandez til þess að endurskoða starfsemi leyniþjónustunnar, áður en ráðist verður í endurskipulagningu. Samkvæmt kröfunni voru upplýsingar um stjórnmálaskoðanir, færslur af samfélagsmiðlum, skoðanir á femínistahópum og annað tengt stjórnmálum og menningu meðal þess sem var að finna um fjölmiðlafólkið. Til að mynda var greint frá því hvort blaðamennirnir hafi einhvern tímann verið gagnrýnir á störf stjórnar Macris, sem var forseti Argentínu frá 2015 til 2019.

Ekki fyrsta njósnamálið

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Macri er sakaður um njósnir. Þegar er í gangi rannsókn á njósnum á bæði pólitískum andstæðingum og samherjum hans, auk þess sem hann var ákærður fyrir njósnir á meðan hann var borgarstjóri í Buenos Aires á árunum 2007 til 2015. Málinu var vísað frá hálfum mánuði eftir að hann tók við emætti forseta. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi