Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Katrín og Annie Mist fordæma ummæli CrossFit-stjóra

Mynd með færslu
Annie Mist og Katrín Tanja Mynd: Síða Crossfit Games - RÚV

Katrín og Annie Mist fordæma ummæli CrossFit-stjóra

08.06.2020 - 08:39
Bæði Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir eru í hópi fjölmargra CrossFit-íþróttamanna sem hafa fordæmt ummæli Greg Glassman, framkvæmdastjóra alþjóðasamtaka CrossFit á Twitter um réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Reebok hefur ákveðið að slíta samstarfinu við CrossFit vegna ummælanna.

Bæði Katrín Tanja og Annie Mist birtu ítarlegar færslur á Instagram-síðum sínum. Annie Mist segir að CrossFit eigi og geti lýst öðrum leið í átt til jafnréttis. Katrín Tanja segist skamma sín, hún sé vonsvikin og reið yfir því hvað hafi gengið hjá samtökunum að undanförnu.  Hún viti ekki hvað þetta þýði fyrir sig eða íþróttina.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

.

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on

Reebok greindi svo frá því í gær að fyrirtækið ætli að leggja nafn sitt við alþjóðaleika CrossFit síðar á árinu, og síðar ekki söguna meir.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að Reebok og CrossFit hafi átt í viðræðum um framlengingu á samstarfinu, en í ljósi nýlegra atburða hafi Reebok ákveðið að slíta samstarfinu við alþjóðasamtök CrossFit.

IHME, alþjóðlegum samtök um heilsutölfræði við háskólann í Washington, skrifuðu á Twitter að kynþáttahyggja og mismunun væri lýðheilsuvandamál sem þurfi þegar að taka á. Færslan er skrifuð í ljósi atburða undanfarinna daga, þar sem tugir þúsunda hafa farið út á götur bandarískra borga, og víðar í heiminum, og krafist endaloka kerfisbundinnar mismununar sökum húðlitar.

Greg Glassman svaraði færslunni með orðunum: Þetta er FLOYD-19. Vísar hann þar í George Floyd, blökkumanninn sem var drepinn af hvítum lögreglumanni í Minneapolis seint í síðasta mánuði, og blandar nafni hans við COVID-19.

Ummæli hans hans hafa verið fordæmd af fjölda fólks og samtaka en þau þykja einkar tillitslaus í ljósi nýliðinna atburða.