Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Á þriðja tug þorpsbúa myrtur í Malí

07.06.2020 - 07:15
Erlent · Afríka · Malí
epa03574356 A photograph made available 08 February 2013 shows Malian troops driving through a French army checkpoint outside the airport in Gao, in northern Mali, 06 February 2013. French troops have moved their battalion headquarters from Bamako to Gao as they continue to fight Islamist rebels in the remote northern reaches of the country. French officials said they had liberated a series of towns in the north of the country, after President Francois Hollande launched unilateral airstrikes against Islamist rebels last month, but they stressed the areas are still far from secure. Rebels fired rockets andused a suicide bomber to attack French and Malian soldiers in Gao this week.  EPA/Seb Crozier
Malískir hermenn á eftirlitsferð í Gao-héraði Mynd: epa
Tuttugu og sex þorpsbúar voru myrtir og þorpið brennt í árás í Mopti-héraði í miðju Malí á föstudag. Árásin var gerð á þorp Fulani-þjóðarinnar, hefur Al jazeera eftir Aly Barry, embættismanni samtaka Fulani-fólks. Embættismaður í héraðinu segir tvær konur og níu ára barn meðal hinna látnu. Að sögn vitna réðust menn klæddir hergöllum inn í þorpið. Ekki er víst hverjir voru að verki. 

Fulani-þjóðin hefur átt í langvarandi átökum við Dogon-þjóðina. Dogon eru veiði- og landbúnaðarþjóð sem sakar hirðingjana í Fulani um að ryðjast inn á búsvæði sín og næra skepnurnar þar. Fulani sakar Dogon á móti um að drepa og stela búfénaði af þeim. Átökin fóru stigvaxandi, og inn í þau hafa fléttast vígahreyfingar á borð við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki og Al Kaída. 

Mörg þúsund friðargæsluliðar eru í Malí, þar sem ástandið hefur verið eldfimt frá árinu 2012. Al Jazeera hefur þó eftir Malímönnum að friðargæslusveitirnar séu meiri ógn en öryggi. Stjórnvöld í Malí hafa óskað eftir því að komið sé á legg hernaðarbandalagi líkum þeim sem eru í Írak og Afganistan.