Vetrarfærð á Fjarðarheiði

05.06.2020 - 08:45
Mynd: Rúnar Snær Reynisson / Rúnar Snær Reynisson
Kalt er í veðri norðan- og austanlands og hefur færð spillst á fjallvegum. Samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar er verið að hálkuverja á Fjarðarheiði, en þar er snjór og krapi. Veðurstofan varar við varasömum akstursskilyrðum.

Rúnar Snær Reynisson fréttamaður tók meðfylgjandi myndskeið á Fjarðarheiði í morgun og tók undir að fara þyrfti varlega á sumardekkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi hafa þó engar tilkynningar borist um óhöpp á heiðinni í morgun.

Samkvæmt veðurspá á að draga úr éljum í kvöld og nótt og hlýna á ný á morgun.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi