Víkingur Heiðar og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Víkingur Heiðar og Sinfóníuhljómsveit Íslands

04.06.2020 - 19:45

Höfundar

Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborg.

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einn vinsælasta píanókonsert Mozarts, þann nr. 23, og auk þess stutt og glaðvært einleiksverk meistarans, Rondó fyrir píanó. Hljómsveitin flytur einnig hið sívinsæla Allegretto úr sjöundu sinfóníu Beethovens, en það hefur löngum verið meðal allra dáðustu tónsmíða hans.

Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.