Yfirvöld í Þýskalandi telja að breska stúlkan Madeleine McCann, sem hvarf í Portúgal árið 2007, sé látin og segjast rannsaka málið sem morð. Grunur beinist að þýskum manni, dæmdum kynferðisbrotamanni og barnaníðingi, sem er í fangelsi í heimalandi sínu.