Útgöngubann og mótmæli áfram

01.06.2020 - 04:42
epaselect epa08456968 People hold signs during a protest over the death of George Floyd, who died in police custody, near the White House in Washington, DC, USA, 31 May 2020. A bystander's video posted online on 25 May, shows George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as one officer knelt on his neck. The unarmed black man soon became unresponsive, and was later pronounced dead. According to news reports on 29 May, Derek Chauvin, the police officer in the center of the incident has been taken into custody and charged with murder in the George Floyd killing  EPA-EFE/SHAWN THEW  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Í dag hefur útgöngubann verið fyrirskipað í höfuðborg Bandaríkjanna og all mörgum öðrum stórborgum.

Tilgangurinn með útgöngubanni er að koma í veg fyrir mótmæli en þrátt fyrir það hafa þúsundir streymt út á göturnar til að mótmæla rasisma og ofbeldi lögreglu.

Mótmæli halda áfram í Minneapolis

Þrátt fyrir að Trump stjórnin hafi stimplað þá sem standa fyrir mótmælunum sem innlenda hryðjuverkamenn hefur ekkert lát orðið á átökum mótmælenda og lögreglu. Sömuleiðis hafa gripdeildir verið stundaðar nokkuð.

Forvígismenn í stjórnmálum hafa biðlað til almennings að finna uppbyggilegar aðferðir við að tjá reiði sína vegna andláts Georges Floyd.

Þúsundir hafa flykkst út á götur og hraðbrautir í Minneapolis og St. Paul. Fyrr í kvöld var ökumaður tankbíls handtekinn og ákærður fyrir að reyna að aka mótmælendur niður.

Á laugardagskvöldið beitti lögregla í borginni táragasi á mótmælendur sem brutu reglur um útgöngubann.

Mótmælt fyrir komandi kynslóðir

Muna Abdi er rúmlega þrítug og tekur þátt í mótmælunum því hún kveðst vera orðin þreytt á framkomunni við þeldökka íbúa borgarinnar. Hún segist standa í baráttunni fyrir börnin og unga fólkið; „Ég vil bara að hann fái að lifa í friði” segir hún um þriggja ára son sinn.

Tim Walz ríkisstjóri í Minnesota hefur kallað til alla liðsmenn Þjóðvarðliðsins til að stuðla að friði í ríkinu. Aldrei hafa jafn margir þjóðvarðliðar verið við störf. Hann hefur hrósað lögreglu og varðliði fyrir fagmennsku við að halda aftur af ofbeldi í borginni. Hann fagnaði því að enginn hefði látið lífið og að eignatjón hafi verið óverulegt.

Donald Trump forseti tók undir það og hvatti til að Þjóðvarðliðið tæki til sinna ráða í öðrum ríkjum áður en það væri um seinan.

Spenna í Washington

Óeirðalögregla hefur stillt sér upp við Hvíta húsið í Washington og mikill viðbúnaður er í New York, Miami og fleiri borgum.

Borgarstjórinn í Washington hefur fyrirskipað algert útgöngubann frá kl. 11 að kvöldi til kl. 6 að morgni.

Donald Trump og fjölskylda hans voru flutt í skyndingu í neðanjarðarbyrgi við Hvíta húsið á föstudagskvöld meðan mótmælendur höfðu hátt fyrir utan.

Eldar loga í borginni, þar á meðal í Jóhannesarkirkju nærri Hvíta húsinu. Hana hafa forsetar Bandaríkjanna iðulega sótt, Donald Trump þar á meðal.

Lögregla notaði táragas til að dreifa hópi mótmælenda fyrir utan Hvíta húsið síðdegis á sunnudag. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan embættisbústað forsetans, sungu söngva, kveiktu elda og héldu mótmælaspjöldum á loft.

Starfsfólk Hvíta hússins hefur verið hvatt til að hafa aðgangskort sín ekki, sjáanleg þegar það snýr til vinnu á mánudag, fyrr en það kemur að öryggishliði byggingarinnar.

Ókyrrð í Kaliforníu

Innbrot og skemmdarverk eru áfram framin í skugga mótmælanna. Nærri ströndinni í Santa Monica, úthverfi Los Angeles, voru gripdeildir í vinsælli verslunarmiðstöð en í borginni gildir útgöngubann frá klukkan fjögur síðdegis til dögunar.

Eric Garcetti borgarstjóri biðlaði til íbúa borgarinnar að halda sig heima og hjálpa til við að koma í veg fyrir að innbrotsþjófar og brennuvargar vörpuðu skugga á baráttuna fyrir réttlæti.

Fjöldi þjóðvarðliða kallaður til

Varnarmálaráðuneytið hefur upplýst að 5.000 þjóðvarðliðar hefðu verði kallaðir til í fimmtán ríkjum Bandaríkjanna og í höfuðborginni.

Auk þess væru 2.000 tilbúnir að bregðast við þegar á þyrfti að halda.

Afar sjaldgæft er að svo margir þjóðvarðliðar séu kallaðir til en staðan núnan kveikir óþægilegar minningar um um átakatíma áranna 1967 og 1968.

Borgarstjórinn í Atlanta Keisha Lance Bottoms segir að ekki sé mikil hjálp í Trump forseta sem hafi iðulega hvatt lögreglu til að beita hörku. Allt sé á suðupunkti í landinu og orðræða forsetans slái ekkert á ófriðarbálið.

Joe Biden frambjóðandi Demókrata til embættis forseta Bandaríkjanna sem var viðstaddur mótmæli í Delawere segir þjóðina vera að ganga í gegnum sársaukafulla tíma en það megi ekki leiða hana til glötunar.

Hann birti mynd af sér á Twitter þar sem hann spjallaði við þeldökka fjölskyldu.

Viðbrögð annars staðar

Dauði Georges Floyd hefur vakið öldu mótmæla víðar en í Bandaríkjunum.

Fjöldi fólks safnaðist saman við sendiráð Bandaríkjanna í Lundúnum til að sýna mótmælendum samstöðu.

Þegar Jadon Sancho skoraði eitt af þremur mörkum sínum fyrir Borussia Dortmund gegn Paderborn dró hann treyjuna sína upp til að sýna bolinn sem hann klæddist undir henni. Á honum var áletrunin „Réttlæti fyrir George Floyd".

Í Kaupmannahöfn gengu um 2.000 manns um götur til að styðja við málstað mótmælenda vestanhafs.

Dóttir borgarstjóra handtekin

Chiara de Blasio, dóttir Bills de Blasio borgarstjóra New York, var handtekin nærri Greenwich Village á laugardagskvöld ásamt hópi mótmælenda en var síðar látin laus.

Fjölskylda Floyds hitti lögreglustjóra

Fjölskylda Georges Floyd heitins og Medaria Arradondo lögreglustjóri í Minneapolis ræddu saman í þætti á CNN sem ber heitið „I Can't Breathe: Black Men Living and Dying in America”.

Samtalið var kurteislegt og lögreglustjórinn sýndi virðingu sína með því að taka ofan í hvert sinn er hann ávarpaði fjölskylduna.

Aðspurður sagðist hann þó ekki ráða því hvort lögreglumennirnir yrðu ákærðir, það væri á borði saksóknara.

Hann hefði þó tekið þá ákvörðun að segja þeim upp störfum enda væri ekki líðandi að manneskja léti lífið í höndum lögreglu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi