Lögmaður Færeyja: „Snjallræði að hægja strax á öllu”

01.06.2020 - 22:25
Mynd með færslu
Bárður Steig Nielsen, lögmaður Færeyja.  Mynd: Kringvarp
Útgöngubann var sett á í Færeyjum 12. mars þótt aðeins væru örfá smit á eyjunum. Nánar tiltekið voru þau þrjú.

Bannið olli því að fjöldi fyrirtækja varð af talsverðum tekjum og því telja margir innfæddra að aðgerðir stjórnarinn við að stöðva útbreiðslu faraldursins hafi verið of dýru verði keyptar.  

Vikuna eftir að útgöngubannið var sett á fjölgaði smituðum mikið dag hvern. Þau voru flest 16. mars eða nítján talsins. Færeyingar eru tæp 52 þúsund.

Alls greindust 187 smit í eyjunum, þau tvö síðustu 22. apríl síðastliðinn. Tæpur mánuður er síðan tilkynnt var að síðasti Færeyingurinn hefði náð sér af veikindunum.

Bárður Nielsen, lögmaður Færeyja, er þess fullviss að landsstjórnin hafi tekið hárréttar ákvarðanir við að halda aftur af smitum. Hann segir að þess vegna séu eyjarnar núna lausar við kórónuveiruna.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi