Fannst látinn í Laxá í Aðaldal

Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Stangveiðimaður fannst látinn í Laxá í Aðaldal upp úr klukkan þrjú í nótt. Hans hafði verið leitað frá því skömmu fyrir miðnætti. Maðurinn var við veiðar í gær og skilaði sér ekki til baka að veiðitíma loknum, klukkan tíu í gærkvöld.

Lögreglunni á Norðurlandi eystra var tilkynnt um að mannsins væri saknað rétt fyrir miðnætti. Þegar var óskað eftir aðstoð nálægra björgunarsveita og síðar bættust björgunarsveitir úr Eyjafirði og austan af landi í hópinn, og þær með sérhæfðan búnað. Maðurinn fannst látinn í ánni laust eftir klukkan þrjú í nótt, skammt frá þeim stað þar sem síðast var vitað um ferðir hans. Ekki er vitað um dánarorsök að svo stöddu. Lögreglan á Norðurlandi eystra vill koma á framfæri þakklæti við alla þá sem tóku þátt í leitinni.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi